HAFA SAMBAND
 
FUNDUR FÓLKSINS
c/o Almannaheill – samtök þriðja geirans
Urriðaholtsstræti 14
210 Garðabæ
Edit Template

Formönnum allra flokka á Alþingi er boðið í samtal við almenning um stöðu lýðræðisins. Þar verður spurningum velt upp eins og: Er bil milli þings og þjóðar? Hvernig ætla stjórnmálamenn þá að brúa það? Hvert stefna stjórnmálin? Boðið verður upp á spurningar úr sal og í gegnum netið. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RUV stýrir […]

Tunga, tækni og túrismi – málsamfélag á tímamótum?

Viðburðatjald Sæmundargata 11, Reykjavík

Að undanförnu hefur mikil umræða átt sér stað um ensku í íslensku samfélagi. Hröð tækniþróun og mikil fjölgun ferðamanna hefur haft áhrif á íslenska tungu og notkunarsvið hennar. Hvar stöndum við í dag og hvert er stefnan tekin? Helga Hilmisdóttir, rannsóknardósent við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, stýrir pallborðsumræðum á Fundi fólksins 2023 þar […]

Góður, hreinn og sanngjarn matur til framtíðar.

Viðburðatjald 2 Sæmundargata 11, Reykjavik, Iceland

Slow Food Reykjavík býður til pallborðsumræðna um framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi með einkunnarorð samtakanna að leiðarljósi. Slow Food samtökin eru alþjóða samtök í 160 löndum. Einkunnarorð þeirra eru: Góður, hreinn og sanngjarn matur fyrir alla. Því matur á ekki bara að vera góður á bragðið, líka góður fyrir okkur og góður fyrir náttúruna, hreinn og laus við […]

Setning lýðræðishátíðarinnar Fundur fólksins 2023

Norræna húsið - Salur Sæmundargata 11, Reykjavik, Iceland

Við setjum Lýðræðishátíðina Fundur fólksins við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu, Það er afar ánægjulegt að hátíðin sé að festa sig í sessi á meðal þjóðarinnar en í ár fögnum við áttundu lýðræðishátíðinni á Íslandi.  Við erum þakklát öllum þeim sem lögðu okkur lið í undirbúningnum og þeim stuðningi sem Reykjavíkurborg og félags- og vinnumarkaðsráðherra […]

Samtal um stöðu lýðræðis við formenn stjórnmálaflokkanna

Norræna húsið - Salur Sæmundargata 11, Reykjavik, Iceland

Á lýðræðishátíðum er mikill metnaður lagður í stjórnmálaumræður. Þær eru haldnar á öðrum grundvelli og á öðrum nótum en hinum venjubundnum, enda hátíðirnar óháður vettvangur og öllum velkomið að taka þátt.  Það er alltaf keppikefli að fá formenn stjórnmálaflokkanna að borðinu eða fulltrúa þeirra og í ár er samtalið tekið um stöðu lýðræðisins á Íslandi. […]

Um verðmætamat kvennastarfa á Fundi fólksins

Viðburðatjald Sæmundargata 11, Reykjavík

BSRB og BHM boða til opins samtals um verðmætamat kvennastarfa á Fundi fólksins föstudaginn 15. september. Viðburðurinn verður haldinn í Viðburðatjaldi 1. Launamunur kynjanna er kerfislægt vandamál. Konur eru enn með rúmlega 21% lægri atvinnutekjur að meðaltali en karlar og skýrist launamunurinn að miklu leyti af kynjaskiptum vinnumarkaði og vanmati á framlagi kvenna. Laun stétta […]

Þingmannaspjall

Norræna húsið - Salur Sæmundargata 11, Reykjavik, Iceland

Hún er fræg sagan sem táknar upphaf lýðræðishátíða Norðurlandanna eins og við þekkjum þær í dag. En það var þingmaðurinn Olof Palme sem á sjöunda áratugnum hafði lofað konunni sinni að vera í sumarfríi og leggja öllum umræðum um stjórnmál á meðan. Þau voru ekki fyrr komin í sælureitinn og farin að njóta sín þegar […]

Orkuskipti sem við getum verið stolt af

Viðburðatjald Sæmundargata 11, Reykjavík

Risastórar áskoranir blasa við íslensku samfélagi til þess að uppfylla alþjóðaskuldbindingar og markmið ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Orkuskipti eru mikilvægur hluti af samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda en ekki er sama hvernig þau eru framkvæmd og hvernig orkunnar er aflað sem leysir jarðefnaeldsneytið af hólmi. Landvernd hefur útbúið gagnvirkan orkuskiptahermi þar sem notendur geta skoðað áhrif ólíkra […]

Lagalegir brestir í íslensku samfélagi – tvö brýn úrlausnarefni í þágu almannahagsmuna

Norræna húsið - Salur Sæmundargata 11, Reykjavik, Iceland

Eiríkur Tómasson fyrrverandi hæstaréttardómari og prófessor flytur stuttan inngang og fjallar sérstaklega um tvö brýn lagaleg úrlausnarefni, þ.e. upptöku sérstaks ákvæðis í stjórnarskrá um þjóðareign á náttúruauðlindum og leiðir til að bæta réttarstöðu þolenda ofbeldisbrota. Á eftir fylgja pallborðsumræður með þátttöku eftirtalinna: Bryndísar Haraldsdóttur þingkonu Drífu Snædal talskonu Stígamóta Þorvaldar Gylfasonar prófessors emeritus Í pallborði […]

Lýðheilsa og rétturinn til heilnæms umhverfis

Viðburðatjald 2 Sæmundargata 11, Reykjavik, Iceland

Nýverið samþykkti Evrópuráðið að hefja svokallað Reykjavíkurferli í þágu umhverfis og mannréttinda sem er mikilvægt skref til þess að festa réttinn til heilnæms umhverfis í sessi. En hvað skiptir það okkur máli? Og hvernig fléttast rétturinn til heilnæms umhverfis við lýðheilsu-, geðheilbrigðis- og umhverfisverndarmál? Jóna Þórey Pétursdóttir, fulltrúi hjá Rétti og mannréttindalögfræðingur flytur erindið "Hvað […]

Stjórnmálamenn ræða dánaraðstoð

Viðburðatjald Sæmundargata 11, Reykjavík

Pallborð þar sem fulltrúi þingflokka ásamt fulltrúa Lífsvirðingar ræða dánaraðstoð. Samkvæmt nýlegum könnunum er mikill meirihluti Íslendinga hlynntur dánaraðstoð. Þó að þessi afgerandi stuðningur sé ánægjulegur má velta fyrir sér hvenær Alþingi muni taka tillit til afstöðu kjósenda. Hvenær ætla Alþingismenn að blanda sér í umræðuna um dánaraðstoð. Hvernig komum við dánaraðstoð á dagskrá? Meðal […]

Fitjum upp á framtíð ullarframleiðslu á Íslandi

Gróðurhús Sæmundargata 11, Reykjavík, Iceland

Hvers er íslenska ullin megnug? Hver er framtíð ullarframleiðslu á Íslandi? Hvers vegna er mikilvægt að viðhalda henni? Hverju þarf að huga að til að tryggja stöðu hennar? Skrifstofan íslenzk ull býður til sófaspjalls á Fundi fólksins næstkomandi laugardag. Kynntir verða til leiks viðmælendur sem allir eiga það sameiginlegt að þekkja vel til sögu íslenskrar […]

Orkuskiptin: Hvaða valkostir eru bestir?

Viðburðatjald 2 Sæmundargata 11, Reykjavik, Iceland

Hvaða sjónarmið eiga að ráða við mat á valkostum um orkunýtingu um leið og dregið er úr notkun bensíns og olíu? Hvar á að afla nýrrar orku, hvernig á að minnka orkunotkun og hver verður orkuþörfin við nýjar aðstæður? Hvaða valkostir samræmast best verndun náttúru og umhverfis? Hvaða orkugjafar geta leyst vandann? Öllum þessum spurningum […]

Hvað er að gerast í Samfylkingunni?

Viðburðatjald Sæmundargata 11, Reykjavík

Opið samtal við Kristrúnu Frostadóttur! Samfylkingin tekur þátt í Fundi fólksins og efnir til samtals um gang mála í flokknum og pólitíkinni. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, býður upp á spurningar úr sal og opið samtal um stjórnmálin. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður stýrir fundinum og lætur hljóðnemann ganga. Hvað er að gerast í Samfylkingunni? Þú færð […]

Hjálparsamtök fyrir hvern?

Alvar (fundaherbergi) Sæmundargata 11, Reykjavík, Iceland

Hjálparsamtök skipa veigamikinn sess í lífi fólks sem býr við fátækt og gera má ráð fyrir að þúsundir fjölskyldna á Íslandi hafi á einhverjum tímapunkti þurft að leita á náðir slíkra samtaka. Oftast er þörfin sem betur fer til skamms tíma í senn, en þrengri hópur þarf að reiða sig á slíka aðstoð í hverjum […]

Húsnæðisstefna í þágu allra – hvernig tryggjum við jafnari tækifæri?

Norræna húsið - Salur Sæmundargata 11, Reykjavik, Iceland

Í takt við sífellt aðþrengdari húsnæðismarkað hefur framboð á húsnæði á viðráðanlegu verði orðið að lykiláherslu í húsnæðisstefnum Norðurlandanna. Í opinberri stefnumótun er kveðið á um að útvega eigi nýtt húsnæði í mismunandi verð- og leiguflokkum með það að markmiði að ná til breiðari hluta íbúa, auk þess sem stuðla eigi að félagslega blönduðum hverfum. […]

Lýðræði & gervigreind: Tækifæri og ógnir

Viðburðatjald Sæmundargata 11, Reykjavík

Íbúar - Samráðslýðræði ses hafa unnið að framgangi íbúalýðræðis síðan árið 2008 í kjölfar bankahrunsins. Stofnuninn vinnur með 20 íslenskum sveitarfélögum, Háskóla Íslands og stjórnvöldum um heim allan t.d. Skoska þinginu, State of New Jersey og World Bank. Opnu veflausnir Íbúa ses, t.d. Betri Reykjavík og Betra Ísland vefirnir, hafa nýtt gervigreind í nær áratug […]

(S)einhverfa – einhverfugreining á fullorðinsaldri

Alvar (fundaherbergi) Sæmundargata 11, Reykjavík, Iceland

Fjölmargt fullorðið fólk hefur farið í gegnum lífið án greiningar. Upplifað sig utangátta. Haldið að aðrir séu eins. Greining kemur í kjölfar heilsubrests eða greiningar barna. Mikilvægt að fá loksins svör og geta lesið sér til um hvað hægt er að gera til að bæta eigin líðan. Fyrirlesari: Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, verkefnastjóri fræðslu hjá Einhverfusamtökunum. […]

New Nordic Bauhaus – How will we live and build in a carbon neutral world?

Norræna húsið - Salur Sæmundargata 11, Reykjavik, Iceland

How do we want to live and build in the future when we do not strain the earth's balance and resources? What is "the good Nordic life" in the CO2-neutral society of the future? With support from the New Nordic Bauhaus initiative, we focus on the lifestyle of the future and, together with the audience, […]

Er líknarmeðferð nóg?

Norræna húsið - Salur Sæmundargata 11, Reykjavik, Iceland

Umræðufundur um reynslu almennings af líknarmeðferð og viðhorf hans til dánaraðstoðar. Á fundinum verður rædd ný skýrsla sem heilbrigðisráðherra kynnti í byrjun júní síðastliðinn um viðhorf til dánaraðstoðar, samkvæmt beiðni. Skýrsla heilbrigðisráðherra um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, sjúklinga og almennings Óhætt er að segja að niðurstöðurnar endurspegla mikinn stuðning við dánaraðstoð. Þeir sem taka þátt í umræðunum […]

Sjálfbært fæðuval fyrir heilsuna og umhverfið – tækifæri til framtíðar

Viðburðatjald Sæmundargata 11, Reykjavík

Við ættum að borða meira grænmeti og minna kjöt bæði heilsunnar vegna og loftslagsins vegna. Í fyrsta skipti snúast norrænu næringarráðleggingarnar bæði um hvaða matur er góður fyrir heilsuna - og fyrir umhverfið. Norrænu næringarráðleggingarnar eru afrakstur fimm ára vinnu þar sem um 400 vísindamenn frá ýmsum fræðasviðum tóku þátt. Skýrslan er ein sú mest […]

Getum við rætt hvað sem er á bókasafninu? – sófaspjall

Gróðurhús Sæmundargata 11, Reykjavík, Iceland

*In English below Getum við rætt hvað sem er á bókasafninu? Með hvaða hætti fer gagnrýnin umræða fram? Ættum við að sitja í hring frekar en við langborð? Er stjórn umræðu alltaf nauðsynleg? Lýðræðisleg og gagnrýnin umræða getur verið snúin. Opið samtal er vettvangur fyrir heiðarleg og opin samskipti á Borgarbókasafninu. Hér könnum við ólík […]

Getur gervigreind sagt fréttir?

Norræna húsið - Salur Sæmundargata 11, Reykjavik, Iceland

Málstofa á vegum Blaðamannafélags Íslands á Fundi fólksins 2023 DAGSKRÁ Mun gervigreind gera blaðamenn óþarfa? Eyrún Magnúsdóttir fjölmiðlakona og málstofustjóri fjallar um möguleika gervigreindar fyrir þróun blaðamennsku Upplýsingaóreiða með tilkomu gervigreindar Birgir Þór Harðarson vefstjóri RÚV talar um upplýsingaóreiðu og gervigreind á gráu svæði Möguleikar í máltækni Eydís Huld Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Tiro talar um tól […]

Heimurinn eins og hann er – hvað næst?

Norræna húsið - Salur Sæmundargata 11, Reykjavik, Iceland

Nú dugar ekkert minna en næsta stóra skrefið í framþróun mannkyns - segir Stefán Jón Hafstein höfundur bókarinnar Heimurinn eins og hann er. Í erindi á Fundi fólksins lýsir hann þeirri fjölþátta kreppu sem steðjar að lífi á jörðinni og mannkyni sem tekið hefur sér alræðisvald á plánetunni. Hrun vistkerfanna nálgast altjón nema látið verði […]

Fundur Fólksins

© 2023 Fundur fólksins