Um Fund fólksins

Um okkur

Tilgangur fundarins er að skapa vandaðan vettvang þar sem boðið er til samtals milli almennings, stjórnmálafólks og frjálsra félagasamtaka, þar sem lýðræði og opin skoðanaskipti eru leiðarstefið.

Markmið fundarins er að skapa meira traust og skilning á milli ólíkra aðila samfélagsins án þess að vera föst í venjubundnum umræðufarvegi stjórnmála og fjölmiðla.

Fundur fólksins er sjálfstæð hátíð og ekki tengd neinum hagsmunaöflum á Íslandi eða annnars staðar.

Lýðræðishátíðin Fundur fólksins var fyrst haldin í Norræna húsinu í júní 2015 að fyrirmynd annarra Norðurlanda, sem hafa haldið sambærilega fundi; á Borgundarhólmi (Danmörk), í Arendal (Noregur) og í Almedalen (Svíþjóð). Gestir þessara funda í nágrannalöndunum telja að öllum jafnaði tugi þúsunda og þar er að finna afar umfangsmikla þátttöku frjálsra félagasamtaka, stofnana, stjórnmálamanna og fjölmiðlafólks, fyrirtækja auk almennra borgara.

Nokkur félagasamtök komu strax í upphafi að undirbúningi fundarins, þ.á.m. Almannaheill. Ári síðar tók Almannaheill hátíðina að sér með fjárhagsstyrk frá félagsmálaráðuneytinu og Reykjavíkurborg ásamt stuðningi frá Norræna húsinu. Árið 2017 var hátíðin flutt til Akureyrar með samningi Almannaheilla við Menningarfélag Akureyrar, þar sem hátíðin var haldin undir nafninu LÝSA – Rokkhátíð samtalsins í Menningarhúsinu Hofi. Stefnt er að því að Fundur fólksins verði haldinn í Reykjavík næstu ár, með stuðningi Reykjavíkurborgar, félagsmálaráðuneytisins og annarra samstarfsaðila.

Skipulag

Skipulag

Hátíðin fer fram með ýmsum hætti, s.s. umræðufundum, vinnustofum og öðrum óhefðbundnari viðburðum. Streymt verður frá viðburðum þar sem því verður við komið.

Aðgangur að fundinum er gestum að kostnaðarlausu.

Dæmi um dagskrá frá síðasta ári, 2022

Dagskrá 2022

 

Föstudagur 16. september

Laugardagur 17. september

Staðsetning

Fundur fólksins 2023 fer fram í Norræna húsinu.
Viðburðir fara fram sal Norræna hússins og í stóru tjaldi fyrir utan, í Gróðurhúsinu og Pavilion á lóð Norræna hússins.

Kort af Vatnsmýri

Umræður, tækifæri & skemmtun

Þátttaka

Þátttaka

Snemmskráningu lýkur 15. júní. Þátttökugjald er 20.000 kr. en eftir að snemmskráningu lýkur hækkar gjaldið í 25.000 kr.

Við hvetjum frjáls félagasamtök og stjórnmálaflokka til að taka þátt í Fundi fólksins. Jafnframt hvetjum við alla til að mæta og taka þátt í samtalinu. Aðgangur að fundinum er gestum að kostnaðarlausu.

Skráning á fund fólksins

Skráning
Þátttaka ungmennasamtaka er endurgjaldslaus. Aðrir greiða 20.000 kr. ef skráning á sér stað fyrir 15. júní en þá lýkur formlegri skráningu. Berist skráning síðar hækkar þátttökugjald í 25.000 kr. Upphæðin gildir fyrir báða hátíðardagana sé óskað eftir rými báða dagana. Stefnt er á að dagskrá liggi fyrir í byrjun ágúst. Þeir sem skrá sig eftir það geta ekki tryggt sýnileika í prentuðu efni Fundar fólksins heldur eingöngu á vef. Ekki er tekið á móti skráningum eftir 11. ágúst. Aðgangur að fundinum er gestum að kostnaðarlausu. Þeir sem standa fyrir viðburðum eða eru með kynningarbása skrái sig hér að neðan. Vinsamlegast athugið að pláss fyrir kynningarbása er takmarkað og þátttakendur sem skrá viðburð (málstofu, sófaspjall, umræður o.s.frv.) fyrir 15. júní, ganga fyrir.

"*" indicates required fields

Veldu þátttöku Veldu dag/a Vinnuheiti viðburðar Actions
     
Þú hefur möguleika á að skrá fleiri en einn viðburð. Smellir aftur á hnappinn til að endurtaka ferlið.

Lýðræðishátíð unga fólksins

Hátíð

Lýðræðishátíð unga fólksins er haldin undir hatti Fundar fólksins í Reykjavík. Hátíðin er að miklu leyti skipulögð af ungu fólki sem sjálft velur hvaða umræðuefni þau óska að setja á oddinn og þannig koma á framfæri hvaða mál brenna á þeim.

Markmið

Markmiðið með Lýðræðishátíð unga fólksins að gefa ungu fólki aukna möguleika á lýðræðislegri þátttöku með samræðum við ólíka aðila, s.s. stjórnmálaflokka, stofnanir, frjáls félagasamtök og aðra sem þau velja til þátttöku. Þannig getur hátíðin verið vettvangur sem skapar möguleika á skoðanaskiptum, skoðanamyndunum, nýrri þekkingu og áhuga á nýjum viðfangsefnum. Með þessum hætti er leitast við að ungt fólk geti haft áhrif á opinbera umræðu og ekki hvað síst stjórnmálaumræðu og stefnu.

Skipulag

Hátíðin fer fram með ýmsum hætti, s.s. umræðufundum, vinnustofum og öðrum óhefðbundnari viðburðum. Streymt verður frá viðburðum þar sem því verður við komið.

Tímasetning

Skráningu er hafin! Snemmskráningu lýkur 15. júní.

Markhópur

Markhópur lýðræðishátíðar unga fólksins er ungt fólk frá 14 ára aldri og upp að 25 ára aldri, en yngri og eldri eru að sjálfsögðu velkomnir.

Gjald

Þátttaka ungmennasamtaka er endurgjaldslaus.

Sjálfboðaliðar

Viltu gerast sjálfboðaliði?

Ef þú vilt hjálpa til við Fund fólksins þá metum við það mikils. Skráðu þig hér og við höfum samband við þig.

Samstarfsaðilar

Samstarfsaðilar

Hátíðin er ekki tengd einstaka stjórnmálaflokkum og er fjármögnuð með styrkjum frá Reykjavíkurborg og Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu.