HAFA SAMBAND
 
FUNDUR FÓLKSINS
c/o Almannaheill – samtök þriðja geirans
Urriðaholtsstræti 14
210 Garðabæ
Edit Template
Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Orkuskipti sem við getum verið stolt af

15/09/2023 @ 15:30 - 16:10

Risastórar áskoranir blasa við íslensku samfélagi til þess að uppfylla alþjóðaskuldbindingar og markmið ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.
Orkuskipti eru mikilvægur hluti af samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda en ekki er sama hvernig þau eru framkvæmd og hvernig orkunnar er aflað sem leysir jarðefnaeldsneytið af hólmi.
Landvernd hefur útbúið gagnvirkan orkuskiptahermi þar sem notendur geta skoðað áhrif ólíkra breyta á raforkunotkun til 2040.
Einnig verður fjallað um stærstu notendur raforku á Íslandi nú og skv. spám til 2040, forgangsröðun raforkunotkunar og aðrar aðgerðir en orkuskipti til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá íslensku hagkerfi.
Ágústa Þóra Jónsdóttir varaformaður Landverndar kynnir.
Aðgangur er ókeypis – öll eru hjartanlega velkomin
Landvernd stendur fyrir þessum viðburði.

Details

Date:
15/09/2023
Time:
15:30 - 16:10
Event Category:

Venue

Viðburðatjald
Sæmundargata 11
Reykjavík, 102
+ Google Map

Fundur Fólksins

© 2023 Fundur fólksins