HAFA SAMBAND
 
FUNDUR FÓLKSINS
c/o Almannaheill – samtök þriðja geirans
Urriðaholtsstræti 14
210 Garðabæ
Edit Template
Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Fitjum upp á framtíð ullarframleiðslu á Íslandi

16/09/2023 @ 12:00 - 12:30

Hvers er íslenska ullin megnug? Hver er framtíð ullarframleiðslu á Íslandi? Hvers vegna er mikilvægt að viðhalda henni? Hverju þarf að huga að til að tryggja stöðu hennar?

Skrifstofan íslenzk ull býður til sófaspjalls á Fundi fólksins næstkomandi laugardag. Kynntir verða til leiks viðmælendur sem allir eiga það sameiginlegt að þekkja vel til sögu íslenskrar ullarframleiðslu sem og hráefnisins sem um ræðir. Spjallinu er ætlað að veita gestum góða innsýn inn í stöðu ullarframleiðslu í dag auk þess sem spekúlerað verður um framtíð hennar.

//

Íslenzk ull er rannsóknarverkefni sem stuðlar að aukinni vitund um framtíðarmöguleika íslensks ullariðnaðs. Virðing, vöruvöndun og verðmætasköpun eru einkunnarorð verkefnisins. Lögð er áhersla á að sýna fram á verðmæti og sérstöðu ullarinnar og hvetja til vöruvöndunar í ullarvinnslu og -framleiðslu.

Verkefnið er endurvakning á samnefndri skrifstofu sem starfrækt var á árunum 1939-1951, af tveimur konum, þeim Önnu Ásmundsdóttur og Laufeyju Vilhjálmsdóttur, í þeim tilgangi að efla íslenskan ullariðnað og auka gæði hans. Skrifstofan stóð fyrir fjölbreyttri grasrótarstarfsemi í yfir tvo áratugi sem knúði fram miklar breytingar á hugarfari fólks til nýtingar á ullinni. Margt má sjá sammerkt með stöðu ullariðnaðarins nú á tímum og þá. Sauðfjárrækt er ekki fjárhagslega sjálfbær sem stendur en íslenska ullin er dýrmætt hráefni sem enn felur í sér fjölda vannýttra tækifæra.

Að þessu sinni verður einblínt á að skapa vettvang fyrir aukna verðmætasköpun úr ullinni með því að efla samtal milli ólíkra starfsstétta sem allar hafa hag af því að íslenski ullariðnaðurinn sé efldur.

Hönnuðirnir á bak við verkefnið í dag eru þær Ágústa Sveinsdóttir, Elís Gunnarsdóttir og Valgerður Birna Jónsdóttir.

Details

Date:
16/09/2023
Time:
12:00 - 12:30
Event Category:

Venue

Gróðurhús
Sæmundargata 11
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map

Organizer

Skrifstofan islensk ull

Fundur Fólksins

© 2023 Fundur fólksins