HAFA SAMBAND
 
FUNDUR FÓLKSINS
c/o Almannaheill – samtök þriðja geirans
Urriðaholtsstræti 14
210 Garðabæ
Edit Template
Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Hjálparsamtök fyrir hvern?

16/09/2023 @ 12:00 - 12:40

Hjálparsamtök skipa veigamikinn sess í lífi fólks sem býr við fátækt og gera má ráð fyrir að þúsundir fjölskyldna á Íslandi hafi á einhverjum tímapunkti þurft að leita á náðir slíkra samtaka. Oftast er þörfin sem betur fer til skamms tíma í senn, en þrengri hópur þarf að reiða sig á slíka aðstoð í hverjum mánuði til lengri tíma.
Þetta er hópur sem ekki hefur sterka rödd í samfélaginu og er á margan hátt undirskipaður og valdalítill. Þótt margir hafi tjáð sig á undanförnum árum um að þiggja slíka aðstoð, og um leið skilað skömminni sem því miður fylgir oft og tíðum, þá eru þær frásagnir oft takmarkaðar.
Pepp er grasrót fólks sem hefur reynslu af fátækt og félagslegri einangrun og því er umfjöllunin alfarið notendamiðuð. Við vitum hvernig það er að þurfa að berskjalda sig fullkomlega til þess eins að sækja örlitla aðstoð til þess að fleyta sér yfir örfáa daga þegar líða tekur á mánuðinn. Við þekkjum neyðina og það valdaójafnvægi sem felst í því að þurfa að leita á náðir hjálparsamtaka til að draga fram lífið. Fjallað verður um kosti og galla slíkrar aðstoðar og hvers vegna það þykir sjálfsagður liður í velferðarþjónustu á Íslandi bæði að veita og þiggja slíka aðstoð.
Nöfn þátttakenda verða auglýst síðar.

Details

Date:
16/09/2023
Time:
12:00 - 12:40
Event Category:

Venue

Alvar (fundaherbergi)
Sæmundargata 11
Reykjavík, 102 Iceland
+ Google Map

Fundur Fólksins

© 2023 Fundur fólksins