HAFA SAMBAND
 
FUNDUR FÓLKSINS
c/o Almannaheill – samtök þriðja geirans
Urriðaholtsstræti 14
210 Garðabæ
Edit Template
Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Lýðræði & gervigreind: Tækifæri og ógnir

16/09/2023 @ 13:00 - 13:40

Íbúar – Samráðslýðræði ses hafa unnið að framgangi íbúalýðræðis síðan árið 2008 í kjölfar bankahrunsins. Stofnuninn vinnur með 20 íslenskum sveitarfélögum, Háskóla Íslands og stjórnvöldum um heim allan t.d. Skoska þinginu, State of New Jersey og World Bank.

Opnu veflausnir Íbúa ses, t.d. Betri Reykjavík og Betra Ísland vefirnir, hafa nýtt gervigreind í nær áratug eða síðan árið 2014 þegar ein fyrsta útgáfa af Google Translate var tekin í notkun á Betri Reykjavík. Nú er gervigreind nýtt á margan hátt þegar kemur að íbúalýðræði og síðasta árið hefur verið einstaklega hröð þróun. Það eru mörg frábær tækifæri en líka margar ógnir sem samfélög þurfa að forðast.

Róbert Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúa ses, mun kynna verkefni, tækifæri og ógnir. Eftir kynninguna mun hann stýra umræðum í sal. Róbert er frumkvöðull sem tengdi almenning á Íslandi við vefinn árið 1993 og almenning í Danmörku 1995. Áður en hann stofnaði Íbúa ses, vann hann í leikjaiðnaðinum í San Francisco og London. Þar unnu teymi hans til fjölda verðlauna, þar á meðal BAFTA-verðlauna árin 2004 og 2005. Róbert þróaða einnig elsta gervigreindar snjallmenni sem enn er í notkun, árið 2001, Agent Ruby, sem er hluti af varanlegri stafrænni sýningu í SFMOMA.

Details

Date:
16/09/2023
Time:
13:00 - 13:40
Event Category:

Venue

Viðburðatjald
Sæmundargata 11
Reykjavík, 102
+ Google Map

Fundur Fólksins

© 2023 Fundur fólksins