HAFA SAMBAND
 
FUNDUR FÓLKSINS
c/o Almannaheill – samtök þriðja geirans
Urriðaholtsstræti 14
210 Garðabæ
Edit Template

Lýðræðishátíð unga fólksins – setningarathöfn

Norræna húsið - Salur Sæmundargata 11, Reykjavik, Iceland

Við setjum Lýðræðishátíð unga fólksins með pompi og prakt og hlökkum til samræðnanna. Dagskrá setningarhátíðarinnar er eftirfarandi: Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík Tómas Torfason, formaður Almannaheilla Indriði Nökkvi Jóhannsson, Reykjavíkurráði ungmenna Steiney Skúladóttir, leikkona og rappari flytur lýðræðisgusuna.  

Jafnrétti fyrir öll – Kvenréttindafélag Íslands – kynning

Kvenréttindafélag Íslands var stofnað árið 1907 og hefur því staðið vörð um réttindi kvenna á Íslandi í meira en hundrað ár. Markmið Kvenréttindafélags Íslands er að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Félagið leggur áherslu á mannréttindi, vinnur gegn hvers konar mismunun og leggur áherslu á jafnrétti fyrir öll. Til […]

Minningarsjóður Einars Darra – Eitt líf

Norræna husið - anddyri Sæmundargata 11, Reykjavik, Iceland

Forsvarsmenn Minningarsjóðs Einars Darra - Eitt líf verða með kynningarbás á Lýðræðishátið unga fólksins. Þar verður hægt að fræðast um verkefni sjóðsins og næla sér í bleikt armband. Við hlökkum til að sjá ykkur.

Greindu betur

Alvar (fundaherbergi) Sæmundargata 11, Reykjavík, Iceland

Hvernig getum við „staðreyndaprófað" eigin hugmyndir, eða fullyrðingar annarra um samfélagið með gögnum frá Hagstofunni? Hér býður Hagstofan upp á kynningu og samtal um það hvernig við getum unnið úr gögnum til að átta okkur betur á staðreyndum og vera betur undirbúin í samræðum og taka ákvarðanir. Hér eru það hagtölur sem verða í aðalhlutverki […]

Samfélagsvitund og lýðræði – hvernig eflum við þáttöku ungmenna í félagsstarfi?

Norræna húsið - Salur Sæmundargata 11, Reykjavik, Iceland

Ísland og Norðurlöndin eru þekkt fyrir öflugt og jákvætt frístundastarf, og ungmenni hafa kost á að ganga í fjöldan allan af félögum og klúbbum. Slík félög eru oftar en ekki staður þar sem ungt fólk getur eflt sjálfstraustið, eignast nýja vini og sinnt áhugamálum sínum. Því miður er sú þróun að eiga sér stað að […]

Vertu áhrifavaldur

Viðburðatjald Sæmundargata 11, Reykjavík

Hvernig getur ungt fólk haft áhrif í samfélaginu, orðið áhrifavaldar? Fulltrúar ungmenna ræða ásamt fulltrúum frá skrifstofu Alþingis og landskjörstjórn þær leiðir sem eru í boði fyrir ungt fólk til að koma sínum skoðunum og áliti á framfæri og hvernig hægt er að hafa áhrif á ákvarðanatöku í málefnum sem varðar ungt fólk. Elísabet Lára […]

Strætó RAPP

Hvað rímar við strætó? Hvernig rapp semur maður í strætó? Hvað ætli sé hægt að koma mörgum röppurum í einn strætó?   Reykjavíkurdæturnar Steinunn og Þura Stína taka á móti unglingum Reykjavíkurborgar í Rapp Strætó við Norræna Húsið. Þar ætla þær að kenna gestum sínum allt sem þær vita um þessa vinsælu tónlistarstefnu sem fagnar […]

Öll erum við eins og eigum heiminn saman

Alvar (fundaherbergi) Sæmundargata 11, Reykjavík, Iceland

Elín Jónasdóttir sálfræðingur og sendifulltrúi Rauða Krossins í áfallahjálp flytur erindi um reynslu sína af störfum sínum fyrir Rauða Krossinn t.a.m í Sri Lanka eftir flóðbylgjuna sem skall á eynni 2004 og eins af störfum sínum í Palestinu og víðar. Hún leggur áherslu á að það sem við köllum kærleika er að sýna öðrum vináttu, […]

Sjúk eða mjúk ást?

Norræna húsið - Salur Sæmundargata 11, Reykjavik, Iceland

Ást, ástarsambönd, mörk, kynfræðsla og allt þar á milli verður til umræðu á þessum viðburði. Hvernig vitum við hvað mörkin liggja? Hvernig viljum við upplifa og stuðla að heilbrigðum ástarsamböndum? Hvað þarf til? Þessum spurningum og mörgum fleirum verður varpað upp og leitast við að svara á Lýðræðishátíð unga fólksins. Fundarstjóri er Embla María Möller Atladóttir, […]

Heildræn heilsa með Doctor Victor

Viðburðatjald Sæmundargata 11, Reykjavík

Doctor Victor er á fleygiferð að kynna heildræna heilsu fyrir landsmönnum öllum þessa dagana. Hann tekur forskot á sæluna með grunnskólanemum á Lýðræðishátíð unga fólksins, ræðir heilsu - líkamlega jafnt sem andlega, hvað við getum gert til að vera í góðu andlegu formi og tekur svo jafnvel lagið ef vel liggur við. Doctor Victor, öðru […]

Diskósúpa

Viðburðatjald 2 Sæmundargata 11, Reykjavik, Iceland

Slow Food samtökin ásamt matreiðslunemum í MK og gestum og gangandi elda saman súpu úr hráefni sem á að henda. Hráefnið er fengið úr búðum, heildsölum og veitingastöðum. Súpan verður síðan hádegismatur fyrir gesti Lýðræðishátíðarinnar.

© 2023 Fundur fólksins