Ást, ástarsambönd, mörk, kynfræðsla og allt þar á milli verður til umræðu á þessum viðburði.
Hvernig vitum við hvað mörkin liggja? Hvernig viljum við upplifa og stuðla að heilbrigðum ástarsamböndum? Hvað þarf til? Þessum spurningum og mörgum fleirum verður varpað upp og leitast við að svara á Lýðræðishátíð unga fólksins.
Fundarstjóri er Embla María Möller Atladóttir, formaður nemendafélags Kvennaskólans.
Auk hennar taka þátt:
Áslaug Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og kynlífsráðgjafi
Hjálmar Minić Sigmarsson, ráðgjafi hjá Stígamótum
Sólborg Guðmundsdóttir, rithöfundur, söngkona og stofnandi samfélagsátaksins Fávitar sem er átak gegn stafrænu og annars konar kynferðis ofbeldi