Verkefnastjórar Fundar fólksins hittu Birgi Ármannsson, forseta Alþingis í dag og ræddu dagskrá lýðræðishátíðarinnar og þátttöku þingmanna í henni. Birgir benti á að fyrri dagur Fundar fólksins, þann 15. september væri sá sami og seinnu umræðudagur fjárlagafrumvarpsins á þingi en þingmenn ættu að geta farið frá í stutta stund.
Stjórnmáladagskrá og samtal við formenn stjórnmálaflokka á Alþingi er einmitt áformuð þennan dag og verður hún unnin í samvinnu við forseta þingsins og starfsfólk.
Það var ánægjulegt að finna velvild í garð hátíðarinnar og hvernig við gætum unnið hana svo allir ættu þess kost að leggja leið sína í samtalið á Fundi fólksins.