HAFA SAMBAND
 
FUNDUR FÓLKSINS
c/o Almannaheill – samtök þriðja geirans
Urriðaholtsstræti 14
210 Garðabæ
Edit Template
Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Um verðmætamat kvennastarfa á Fundi fólksins

15/09/2023 @ 14:30 - 15:15

BSRB og BHM boða til opins samtals um verðmætamat kvennastarfa á Fundi fólksins föstudaginn 15. september. Viðburðurinn verður haldinn í Viðburðatjaldi 1.
Launamunur kynjanna er kerfislægt vandamál. Konur eru enn með rúmlega 21% lægri atvinnutekjur að meðaltali en karlar og skýrist launamunurinn að miklu leyti af kynjaskiptum vinnumarkaði og vanmati á framlagi kvenna. Laun stétta þar sem konur eru í meirihluta eru lægri en í öðrum sambærilegum störfum og með þeim lægstu á vinnumarkaði. En hvað getum við gert til að bæta úr þessu? Hvernig endurmetum við virði kvennastarfa?
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og Brynhildur Heiðardóttir Ómarsdóttir, formaður jafnréttisefndar BHM, munu leitast við að svara þessum spurningum og fleirum á fundinum.
//
Fundi fólksins er ætlað að skapa vandaðan vettvang þar sem boðið er til samtals milli almennings, stjórnmálafólks, heildarsamtaka launafólks og frjálsra félagasamtaka, þar sem lýðræði og opin skoðanaskipti eru leiðarstefið. Hægt er að skoða dagskrá Fundar fólksins hér: https://fundurfolksins.is/events/

Details

Date:
15/09/2023
Time:
14:30 - 15:15
Event Category:

Organizers

BSRB
BHM

Venue

Viðburðatjald
Sæmundargata 11
Reykjavík, 102
+ Google Map

© 2023 Fundur fólksins