Pallborð þar sem fulltrúi þingflokka ásamt fulltrúa Lífsvirðingar ræða dánaraðstoð. Samkvæmt nýlegum könnunum er mikill meirihluti Íslendinga hlynntur dánaraðstoð. Þó að þessi afgerandi stuðningur sé ánægjulegur má velta fyrir sér hvenær Alþingi muni taka tillit til afstöðu kjósenda. Hvenær ætla Alþingismenn að blanda sér í umræðuna um dánaraðstoð. Hvernig komum við dánaraðstoð á dagskrá?