Elín Jónasdóttir sálfræðingur og sendifulltrúi Rauða Krossins í áfallahjálp flytur erindi um reynslu sína af störfum sínum fyrir Rauða Krossinn t.a.m í Sri Lanka eftir flóðbylgjuna sem skall á eynni 2004 og eins af störfum sínum í Palestinu og víðar.
Hún leggur áherslu á að það sem við köllum kærleika er að sýna öðrum vináttu, traust, samúð og samkennd. Þú hjálpar ekki með góðu móti öðrum nema að þú finnir til samkenndar, að þú skynjir og skiljir með einhverjum hætti mun á óréttlæti og réttlæti og leitist við að koma vel fram við samferðafólk þitt í veröldinni.
Það er Alþjóðlega samfrímúrararegla karla og kvenna, LE DROIT HUMAIN, sem stendur fyrir viðburðinum.