Kvenréttindafélag Íslands var stofnað árið 1907 og hefur því staðið vörð um réttindi kvenna á Íslandi í meira en hundrað ár.
Markmið Kvenréttindafélags Íslands er að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Félagið leggur áherslu á mannréttindi, vinnur gegn hvers konar mismunun og leggur áherslu á jafnrétti fyrir öll.
Til þess að ná fram þessum markmiðum tekur félagið reglulega þátt í samfélagslegri umræðu með virkum hætti og einbeitir sér að verkefnum og áherslum, sem hafa skýr femínísk markmið og víða samfélagslega skírskotun.
Kíktu við hjá okkur í feminískt jafnréttisspjall og kynntu þér starfsemi Kvenréttindafélagsins.
Við hlökkum til að sjá þig!
Hér getur þú gerst félagi í Kvenréttindafélaginu https://kvenrettindafelag.is/gerast-felagi/
Hér getur þú styrkt jafnréttisbaráttun https://www.styrkja.is/kvenrettindi
Kvenréttindafélagið verður með kynningu á starfsemi sinni á Lýðræðishátíð unga fólksins.