HAFA SAMBAND
 
FUNDUR FÓLKSINS
c/o Almannaheill – samtök þriðja geirans
Urriðaholtsstræti 14
210 Garðabæ
Edit Template
Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Heimurinn eins og hann er – hvað næst?

16/09/2023 @ 16:10 - 17:10

Nú dugar ekkert minna en næsta stóra skrefið í framþróun mannkyns – segir Stefán Jón Hafstein höfundur bókarinnar Heimurinn eins og hann er. Í erindi á Fundi fólksins lýsir hann þeirri fjölþátta kreppu sem steðjar að lífi á jörðinni og mannkyni sem tekið hefur sér alræðisvald á plánetunni.
Hrun vistkerfanna nálgast altjón nema látið verði af þeirri þróun sem nú er, loftslagsvandinn er aðeins hluti af samþættum vanda þar sem matvælakerfi ört stækkandi mannkyns standa ekki undir þörf fyrir næga fæðu eða næringu. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna lýsir núverandi stefnu sem stríði gegn móður náttúru. Alþjóðlega pólitíkin ræður ekki við ástandið og í mörgum öflugum ríkjun hefur tekið við vonleysi. Stefán Jón ræðir um skapandi stjórnmál og hvaða möguleikar eru í stöðunni um að breyta samfélagsumræðunni og kalla eftir nýjum samfélagssáttmála. Það er engin einföld lausn í boði og hvað þá? Að loknu erindinu ræða valdir gestir málið í pallborðsumræðum með framsögumanni.
Stefán Jón stýrir umræðunni. Aðrir þátttakendur:
Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar
Ólafur Arnalds umhverfissérfræðingur
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður

Details

Date:
16/09/2023
Time:
16:10 - 17:10
Event Category:

Venue

Norræna húsið – Salur
Sæmundargata 11
Reykjavik, 102 Iceland
+ Google Map

© 2023 Fundur fólksins