Hvernig getum við „staðreyndaprófað” eigin hugmyndir, eða fullyrðingar annarra um samfélagið með gögnum frá Hagstofunni?
Hér býður Hagstofan upp á kynningu og samtal um það hvernig við getum unnið úr gögnum til að átta okkur betur á staðreyndum og vera betur undirbúin í samræðum og taka ákvarðanir.
Hér eru það hagtölur sem verða í aðalhlutverki ásamt verkefninu Greindu betur sem Hagstofan kynnir með fyrirlestri, umræðum og stuttum spurningaleik með Kahoot.