Ræðum sigra og áskoranir ferðaþjónustunnar því líkt og við þekkjum öll hefur ferðaþjónustunni vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum. Hún hefur farið frá því að vera neðanmálsgrein í hagtölum í að vera ein af stærstu atvinnugreinum okkar á Íslandi. Í því felast margvísleg tækifæri en á sama tíma verður að huga að jafnvægi og sjálfbærni enda er það sérstaða ferðaþjónustunnar að hafa ótal snertifleti við daglegt líf heimamanna.
Á málstofuni munu þeir Elías Gíslason hjá Ferðamálastofu – staðgengill ferðamálastjóra og Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri SAF ræða um málefnið við Guðmund Björnsson aðjúnkt við HÍ og umsjónarkennari við EHÍ sem er fundarstjóri.