Slow Food Reykjavík býður til pallborðsumræðna um framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi með einkunnarorð samtakanna að leiðarljósi. Slow Food samtökin eru alþjóða samtök í 160 löndum. Einkunnarorð þeirra eru: Góður, hreinn og sanngjarn matur fyrir alla. Því matur á ekki bara að vera góður á bragðið, líka góður fyrir okkur og góður fyrir náttúruna, hreinn og laus við aukaefni og eitur og vera sanngjarn, bæði fyrir neytendur og líka á framleiðandinn að fá sanngjarnt verð fyrir sína vöru. Slow Food samtökin láta því allt sem við kemur mat sig varða, allt frá líffræðilegri fjölbreytni, matarsóun, varðveislu hefða og aðferða í ræktun, vinnslu og veiðum, til jafnrétti fólks til matar og að geta haft lífsviðurværi sitt af matvæla framleiðslu.
Umræðum stýrir Gísli Einarsson, fjölmiðlamaður.
Gestir í pallborði verða
Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna,
Auður Alfa Ólafsdóttir, sem sér um neytanda og umhverfismál hjá ASÍ auk verðlagseftirlits.
Ísak Jökulsson fulltrúi Ungra bænda,
Arthur Bogason formaður Landssambands Smábátaeigenda og
Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari og formaður Slow Food Reykjavík.
Búast má við fjörugum umræðum og hvetjum við fólk til að mæta og koma með spurningar um hvernig sjáum við framtíð matvælaframleiðslu fyrir okkur á Íslandi.