Á lýðræðishátíðum er mikill metnaður lagður í stjórnmálaumræður. Þær eru haldnar á öðrum grundvelli og á öðrum nótum en hinum venjubundnum, enda hátíðirnar óháður vettvangur og öllum velkomið að taka þátt. Það er alltaf keppikefli að fá formenn stjórnmálaflokkanna að borðinu eða fulltrúa þeirra og í ár er samtalið tekið um stöðu lýðræðisins á Íslandi.
Spurningum einsog er bil milli þings og þjóðar? Hvernig ætla stjórnmálamenn þá að brúa það? Hvert stefna stjórnmálin? Hvernig leggja þau upp veturinn nú þegar hálfleikur er á Alþingi og sjá fyrir sér að koma hugsjónum sínum á framfæri?