Samfélagsseigla, samkennd og hlustun – samkenndarhugleiðsla og æfingar í djúphlustun

Hvernig getum við nýtt djúphlustun og samkennd sem verkfæri til að efla traust í samfélaginu? Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun býður upp á vinnustofu til að efla samkennd og hlustun. Myrra Leifsdóttir og Guðbjörg R. Jóhannesdóttir ræða um samkennd og hlustun út frá umhverfisheimspeki og sjálfbærri þróun og leiða vinnustofu í samkenndarhugleiðslu og djúphlustun. Markmiðið með vinnustofunni er að efla traust og byggja brýr milli ólíkra hópa. Kynntar verða aðferðir til að dýpka og efla samkennd í samfélaginu en samkennd er öflugt verkfæri til valdeflingar einstaklinga og samfélaga.
Viðburðurinn er skipulagður af stofnun Sæmundar fróða.

Event Timeslots (1)

Gróðurhús
-
Stofnun Sæmundar fróða. Nánar má lesa um viðburðinn neðar á síðunni.