Nordjobb: Ungmenni og vinnumarkaður

Atvinnumál ungmenna verða rædd er Nordjobb, í samvinnu við Norræna félagið og Norræna húsið, efnir til málþings á Fundi fólksins, 3. september kl. 13.15 – 14.45 í Grósku. Fjölbreyttur hópur aðila vinnumarkaðarins koma saman og fjalla um atvinnumál ungmenna, námsmanna og hinn samnorræna vinnumarkað.

Viðmælendur á viðburðinum eru:

  • Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra opnar viðburðinn
  • Morten Fabricius Meyer, programchef Nordisk Jobløsning hjá FNF
  • Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður
  • Jónína Ólafsdóttir Kárdal, formaður Félags náms- og starfsráðgjafa
  • Gundega Jaunlinina, Alþýðusamband Íslands
  • Derek T. Allen, forseti LÍS Landssamtök íslenskra stúdenta
  • Árni Grétar Finnsson, Samtök atvinnulífsins
  • Hannes Björn Hafsteinsson, Nordjobb Íslandi

Event Timeslots (1)

Gróska – Fenjamýri
-
Nordjobb, Norræna félagið og Norræna húsið. Nánar má lesa um viðburðinn neðar á síðunni.