Upplýsingafundur Loftslagsverkfallsins – Kolefnishlutleysi, hvert stefnum við?

Á þessum öðrum fundi Loftlagsverkfallsins, sem er skipulagður af Ungum umhverfissinum, munum við fjalla um kolefnishlutleysi, en lögfest hefur verið markmið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040.
Við munum leitast við að svara eftirfarandi spurningum með hjálp sérfræðinganna þriggja:
Hvað er kolefnishlutleysi og hvernig fellur það innan ramma Parísarsamningsins?
Hvernig tengist kolefnishlutleysi öðrum þáttum sjálfbærni?
Hvernig falla markmið Íslands að kolefnishlutleysi?

 

Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar Fróða um sjálfbæra þróun við HÍ                                                                                                                                                                     Halldór Björnsson, formaður Vísindanefndar um loftslagsbreytingar                                                 

Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs

Einnig verða erindi frá fjölbreyttum gestum. Fundarstjóri er Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna.

Event Timeslots (1)

Norræna húsið
-
Ungir umhverfissinnar. Nánar má lesa um viðburðinn neðar á síðunni.