Event category: Laugardagur

Upplýsingafundur Loftslagsverkfallsins – Kolefnishlutleysi, hvert stefnum við?

Á þessum öðrum fundi Loftlagsverkfallsins, sem er skipulagður af Ungum umhverfissinum, munum við fjalla um kolefnishlutleysi, en lögfest hefur verið markmið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Við munum leitast við að svara eftirfarandi spurningum með hjálp sérfræðinganna þriggja: Hvað er kolefnishlutleysi og hvernig fellur það innan ramma Parísarsamningsins? Hvernig tengist kolefnishlutleysi öðrum þáttum sjálfbærni? Hvernig… Read more »

Nýtt lagaumhverfi og hvað svo?

Áhrif nýrra laga- og skattareglna á starf almannaheillasamtaka  Stórbreytingar á starfsumhverfi almannaheillasamtaka ganga í gildi í haust, með nýjum lögum um félög til almannaheilla og nýjum skattareglum fyrir þriðja geirann. Nú kemur inn í skattalögin aukin hvatning til fyrirtækja og einstaklinga til þess að styðja við almannaheillastarfsemi–ef að líkum lætur mun þetta stuðla að bættri… Read more »

Gengið í minningarlund (anddyri Norræna hússins)

Máttur samstöðunnar? Gengið í minningarlundinn í Vatnsmýrinni með Ragnheiði H. Þórarinsdóttur, fyrrverandi formanni Norræna félagsins. Minningarlundurinn er samstarfsverkefni fleiri aðila og varð til, til minngar um fórnarlömbin á Utøya 22. júlí.

Millistig – Fjölbreyttari búsetuúrræði eldra fólks

Umræða á vegum Landssambands eldri borgara – LEB. Stjórnandi:        Erna Indriðadóttir, fjölmiðlakona Þátttakendur: Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu Þorbjörn Guðmundsson, stjórnarmaður LE  

Hringrásarhagkerfið – hlutverk almennings og atvinnulífs

Hvernig er hægt að stuðla að ábyrgri framleiðslu og neyslu þegar kemur að matvælum, fatnaði, byggingariðnaði, sjávarfangi og fleiru? Fundurinn varpar ljósi á hvernig fyrirtæki og almenningur geta tileinkað sér lausnir sem styðja við hringrásarhagkerfið og þar með minnkað sóun til hagsbóta fyrir efnahag, umhverfi og samfélag. Í pallborði: Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar Björgvin… Read more »

Samfélagsseigla, samkennd og hlustun – samkenndarhugleiðsla og æfingar í djúphlustun

Hvernig getum við nýtt djúphlustun og samkennd sem verkfæri til að efla traust í samfélaginu? Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun býður upp á vinnustofu til að efla samkennd og hlustun. Myrra Leifsdóttir og Guðbjörg R. Jóhannesdóttir ræða um samkennd og hlustun út frá umhverfisheimspeki og sjálfbærri þróun og leiða vinnustofu í samkenndarhugleiðslu og djúphlustun…. Read more »

Evrópskt dreifbýlisþing

Evrópskt dreifbýlisþing  (Landsbyggðin lifi) Dreifbýlisþing Evrópu – European Rural Parliament – er haldið annað hvert ár. Landsbyggðin lifi hefur sent fulltrúa á þingið frá upphafi og ætlar að kynna það og niðurstöður þeirra. Fulltrúar frá um 40 löndum hafa tekið þátt í þingunum og marga ályktanir um samfélagsþróun hafa verið unnar