Event category: Föstudagur

Okkar heimur – fyrir börn foreldra með geðrænan vanda

Okkar heimur er verkefni á vegum Geðhjálpar sem var sett á laggirnar vegna skorts á stuðningi og fræðslu fyrir börn foreldra með geðrænan vanda og fjölskyldur þeirra. Sigríður Gísladóttir, verkefnastjóri mun kynna verkefni ásamt því að segja frá sinni reynslu sem barn foreldris með geðrænan vanda.

Ungmennaráð Barnaheilla

Farið er yfir starfsemi Ungmennaráðsins og hvað hægt er að gera sem meðlimur þar innanborðs.

Hinseginleikinn

María Rut og Ingileif, stofnendur Hinseginleikans standa fyrir viðburði klukkan 13:00, föstudaginn 3. september í Norrænahúsinu. Þær munu fara yfir mikilvægi þess að brjóta upp staðalímyndir og mikilvægi fyrirmynda og þess að brjóta okkur út úr þeim boxum sem samfélagið setur okkur í.

Opnunarhátíð Fundar fólksins

Skólahljómsveit Árbæjar- og Breiðholts spilar við komu Forseta Íslands og annarra gesta í Norræna húsið – Jónas Guðmundsson, formaður   Almannaheilla-Forseti Íslands, Hr Guðni Th. Jóhannesson Fulltrúi ungmenna um lýðræði, Anna Sonde -Borgarstjóri, Dagur Eggertsson -Líffræðileg fjölbreytni. Dæmi um lýðræðislega þátttöku ungmenna Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir -Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir  -Skólahljómsveit Árbæjar- og Breiðholts spilar

Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs

Tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs kunngjörðar  Umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, mun kynna tilnefningarnar ásamt Rakeli Garðarsdóttur dómnefndarfulltrúa og aðgerðasinna.  Fulltrúar úr ungmennaráði heimsmarkmiðanna munu segja frá sinni sýn á ábyrga framleiðslu og neyslu matvæla. ÓHÓF, átak gegn matarsóun, verður kynnt stuttlega. Í takt við þema verðlaunanna í ár verður boðið upp á grænan og vænan mat… Read more »

Hvernig getur þriðji geirinn hjálpað ungu fólki?

Sonja Rún og Sigurður Gísli munu ræða geðheilsu ungs fólks, af hverju henni fer hrakandi og hvernig þriðji geirinn getur hjálpað. Einnig verða á staðnum miðar þar sem þátttakendur eru beðnir um að koma með uppástungur og geta lagt sitt orð í belg! Viðburðurinn er skipulagður af Grófin – geðrækt

Loftslagskvíði, samkennd og seigla

Myrra Leifsdóttir og Ole Martin Sandberg ræða loftslagskvíða, samfélagsseiglu og samkennd út frá umhverfisheimspeki og sjálfbærri þróun. Haldin verðu samkenndarhugleiðsla og svo verða samræður í lokin Vðburðurinn er skipulagður af stofnun Sæmundar fróða

Nordjobb: Ungmenni og vinnumarkaður

Atvinnumál ungmenna verða rædd er Nordjobb, í samvinnu við Norræna félagið og Norræna húsið, efnir til málþings á Fundi fólksins, 3. september kl. 13.15 – 14.45 í Grósku. Fjölbreyttur hópur aðila vinnumarkaðarins koma saman og fjalla um atvinnumál ungmenna, námsmanna og hinn samnorræna vinnumarkað. Viðmælendur á viðburðinum eru: Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra opnar viðburðinn Morten… Read more »