Vandinn er stöðnun. Lausnin er frjálslyndi.

Sófaspjall á vegum Uppreisnar – Ungliðahreyfingar Viðreisnar.

Ungt fólk stendur andspænis vanda sem eldri kynslóðir virðast staðráðnar í að eftirláta þeim. Það þarf að leysa loftslagsmál og húsnæðismál. Það þarf að takast á við öfl sem skilja ekki þörf einstaklinga til að skilgreina sig og fá að vera þau sjálf án þess að vera skilgreind af öðrum. Og hópa sem vilja ekki að samfélagið breytist, því allt var jú betra þegar að þau voru ung. Hvernig getum við nýtt frjálslyndi til að koma hlutum á hreyfingu og stuðla að bjartari framtíð fyrir okkur öll?

Um þetta ætla Uppreisnarfélagarnir Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson og María Ellen Steingrímsdóttir að ræða í sófaspjalli á föstudag kl. 16.00. Komdu og spyrðu þau hvernig frjálslynd framtíð er betri fyrir þig.

filed under: