The climate villain goes green: the role of the construction industry

Brjótum niður hindranirnar sem standa í vegi fyrir sjálfbærum og loftslagsvænum mannvirkjum morgundagsins.

Aðkallandi verkefni í byggingariðnaði eru augljós: 40% af kolefnislosun á heimsvísu er af völdum manngerðs umhverfis. Nú þegar stefnt er að kolefnishlutleysi á heimsvísu þarf byggingariðnaðurinn að draga verulega úr losun af völdum nýbygginga, reksturs innviða og mannvirkja þrátt fyrir að spáð sé 42% vexti í atvinnugreininni fyrir árið 2030 vegna aukinnar eftirspurnar eftir íbúðarhúsnæði. Góðu fréttirnar eru að margar lausnir eru þegar þekktar og það er hægt að gera eitthvað í málunum!

Við ætlum að skoða hvernig við getum breytt umræðu, þekkingu og tæknilausnum í áþreifanlegar aðgerðir. Við ætlum að byggja á afrakstri hugmyndavinnu og ræða hindranir og tækifæri á Norðurlöndum til að stuðla að breyttri menningu og nauðsynlegri umbreytingu byggingariðnaðar í sjálfbæran hringrásariðnað fyrir kolefnishlutlaust velferðarsamfélag framtíðarinnar. Viðburðurinn er á vegum SUSTAINORDIC, sem er hluti af átaki Norrænu ráðherranefndarinnar um sjálfbæran norrænan byggingariðnað.

Málþingið fer fram á ensku

Viðburður á Facebook: https://fb.me/e/1QpedEIbV

filed under: