Samstíga eða sundurleit? Norræn samvinna og COVID-19

Samstíga eða sundurleit? Norræn samvinna og COVID-19 (Norræna húsið, Norræna félagið og Alþjóðamálastofnun HÍ)

Norræn samvinna á sér langa sögu og Norræna ráðherranefndin fagnar 50 ára afmæli í ár. Haustið 2019 kynnti ráðherranefndin metnaðarfulla framtíðarsýn um að innan tíu ára yrðu Norðurlöndin sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Þegar heimurinn stóð frammi fyrir heimsfaraldri stóð þó á þeirri samvinnu. Forseti Norðurlandaráðs hefur lýst yfir miklum vonbrigðum með norrænt samstarf í faraldrinum og kannanir sýna að tiltrú almennings á norrænt samstarf hefur beðið hnekki.

Hefur COVID-19 sýnt fram á að samheldni Norðurlandanna sé að dvína?
Hvað gerist næst þegar Norðurlöndin þurfa að takast á við alþjóðlega krísu?
Hver eru næstu skref í norðurlandasamstarfi ef löndin vilja ná markmiðum sínum um samþættingu svæðisins?

Á fundinum verða helstu áherslur og áskoranir í norrænu samstarfi núna og næstu árin rædd.

Í pallborði:

  • Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu – og sveitarstjórnarráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda
  • Aldís Mjöll Geirsdóttir, forseti Norðurlandaráðs ungmenna
  • Oddný Harðardóttir, þingmaður og varaformaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs
  • Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst
  • Hrannar B. Arnarsson, formaður Norræna félagsins á Íslandi
    Fundarstjóri: Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar HÍ

Viðburðinum er streymt á vef Norræna hússins, nordichouse.is, og fundurfolksins.is

filed under: