Nordic climate action: Are we in this together?

Norðurlöndin hafa sameiginlegan metnað fyrir því að verða sjálfbærasta svæði í heimi fyrir árið 2030. Mikill árangur hefur náðst en þó eru enn mörg ljón í veginum fyrir grænum umskiptum. Eins hafa Norðurlöndin ólíkar loftslagsstefnur og -markmið. Á meðan Noregur og Ísland stefna að því að minnka losun um 55% (miðað við 1990) fyrir árið 2030 stefna Danir að því að draga úr losun um 70%. Hins vegar leiddi rannsókn frá 2021 í ljós að yngri kynslóðir vilja sjá aukið norrænt samstarf í loftslags- og umhverfismálum.

Myndi samnorræn stefna í loftslagsmálum færa okkur nær markmiðinu um sjálfbær Norðurlönd? Og hvernig tryggjum við að sjónarmið barna og ungmenna, sem munu erfa afleiðingar loftslagsbreytinga, endurspeglist í stefnumótun? Ræðumaður: Bryndís Haraldsdóttir, formaður Íslandsnefndar Norðurlandaráðs

Viðburður á Facebook: https://fb.me/e/3BSMEVssv

filed under: