Laugardaginn 17. september heldur Bergið headspace Dag unga fólksins í samstarfi við Fund fólksins.
Viðburðurinn hefst með skemmtigöngu ungs fólks frá Berginu headspace (Suðurgötu 10) kl: 16:00 þar sem gengið verður í átt að Norræna húsinu, og lýkur með tónleikum sem standa til kl. 17:30. Tónleikarnir eru lokaviðburður Fundar fólksins.
Þetta er frábær viðburður þar sem við ætlum að njóta lífsins, hafa gaman og gleðjast með ungu fólki, vinum og fjölskyldu.
Vekjum athygli á mikilvægi andlegri vellíðan hjá ungu fólki og tölum saman 💚
Við mælum eindregið með að ungt fólk mæti í gönguna en allir eru velkomnir á tónleikana við Norræna húsið. Hlökkum til að sjá ykkur!
Nýlegar athugasemdir