Hálendishátíð – Fögnum hálendinu!

Landvernd býður upp á sófaspjall um Hálendishátíðina.

Hálendi Íslands er einstakt á heimsvísu, enda er Vatnajökulsþjóðgarður á heimsminjaskrá UNESCO. Á hálendinu mætast viðkvæmar plöntur og öflug eldfjöll, stórbrotið landslag með einstakri víðsýni hjalandi lækjum, gróðurvinjar eyðimörk, fossar fælnum fuglum. Í sófaspjalli Landverndar um Hálendishátíð rifjum við upp og förum við yfir hvað Hálendið er einstakt, hvað dvöl þar kennir okkur um okkur sjálf í stóra samhenginu og hvernig við sem einstaklingar getum hlúð að því. Við munum einnig kynna væntanlegan árlegan viðburð Landverndar, Hálendishátið þar sem við þökkum fyrir Hálendið og vekjum og/eða eflum náttúrubarnið í okkur sjálfum.

Þátttakendur:
Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdarstjóri Landverndar
Hafþór Óli Þorsteinsson, Viðburðarstjóri Landverndar
Ásamt gestum.

filed under: