Landssamtök íslenskra stúdenta standa fyrir pallborðsumræðum um þýðingu háskólanáms í Grósku þann 17. september kl 15:45 til 16:25.
Með tilkomu nýs ráðuneytis þar sem fléttað er saman háskólum og iðnaði er tímabært að eiga samtal um hlutverk háskólanna í samfélaginu og þýðingu háskólamenntunar. Þá eru kjarasamningaviðræður á döfinni og ætlum við því að rýna í stöðu háskólamenntaðra m.t.t. launaþróunar. Verðmæti háskólanáms verður þó ekki mælt aðeins út frá fjárhagslegum ávinningi einstaklingsins, og því spyrjum við okkur hvort menntun sé auðlind fyrir samfélagið, einstaklinginn eða atvinnulífið? Jafnvel allt þrennt? Hvers vegna velur fólk að sækja sér háskólamenntun og hvers vegna ætti fólk að velja það?
Mælendur verða Friðrik Jónsson, formaður BHM, og Berglind Rós Magnúsdóttir, prófessor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Nýlegar athugasemdir