Rauða spjaldið: Kynjamisrétti og ofbeldi í íþróttahreyfingunni

Kvenréttindafélag Íslands boðar til umræðufundar um kynjamisrétti og ofbeldi í íþróttahreyfingunni, á Fundi fólksins.
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðikennari
Ólöf Tara Harðardóttir aktívisti
Birta Björnsdóttir verkefnastjóri jafnréttis- og ofbeldismála hjá ÍBR
Margrét Lilja Guðmundsdóttir kennari við íþróttafræðideild HR og Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar og fulltrúi í stjórn ÍSÍ ræða málin.
Fríða Rós Valdimarsdóttir stýrir umræðum.
Verið velkomin í sal Vísindaráðs HÍ í Grósku hugmyndahúsi, Fenjamýri, laugardaginn 4. september kl. 12:00.
Einnig verður hægt að horfa á fundinn í streymi.
filed under: