Íbúalýðræði fyrir betri ákvarðanatöku

Viðburður á vegum Íbúar ses

Kynnt verður starfsemi og verkefni sjálfseignarstofnunarinnar Íbúa ses. Stofnuninn hóf sína starfsemi í kjölfar bankahruns 2008 með það markmið að þróa opnar tæknilausnir til þess að gefa íbúum sterkari rödd í nútímalegu lýðræði. Með því að leita til stórs hóps íbúa með sérhæfðum samráðslausnum er hægt að leiða til betri ákvarðanatöku og betri nýtingu á skattfé. Íbúar ses vinna með 15 sveitarfélögum á Íslandi með verkefni eins og Betri Reykjavík, Okkar Kópavog, Betri Árborg og mörg fleiri. Árið 2011 unnu Íbúar ses og Reykjavíkurborg evrópsk lýðræðisverðlaun fyrir Betri Reykjavík og síðan þá hafa opnu tæknilausnir Íbúa ses verið notaði í 45 löndum til þess að tengja saman almenning við stjórnvöld og samfélagslegar stofnanir. Til dæmis reka Íbúar ses samráðsvefi fyrir Skoska þingið, Vínarborg, World Bank og marga fleiri.

Róbert Viðar Bjarnason stýrir kynningu.

Viðburður á Facebook: https://fb.me/e/1LrwYCxjO

filed under: