Það verður sífellt ljósara að náttúrumiðaðar lausnir eru lykilatriði í því að draga úr og aðlagast loftslagsbreytingum. Borgarumhverfi og innviðir borga eru viðkvæm fyrir öfgum í veðurfari, svo sem flóðum og fellibyljum. Um leið hefur borgarumhverfi gjarnan neikvæð umhverfisáhrif sem sjá má til dæmis sjá á „hitaeyjum“ í borgum, aukinni mengun og tapi á líffræðilegri fjölbreytni. Hvernig getum við dregið úr þessum neikvæðu áhrifum og skapað borgarrými sem vinnur með náttúrunni en ekki á móti henni?
Viðburður á Facebook: https://fb.me/e/2QnbzPxLk
Boðið verður upp á tvö erindi um blágrænar lausnir í borgarumhverfi og pallborðsumræður.
Erindi:
Halldóra Hreggviðsdóttir, Framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Alta. Blágrænir innviðir í bæjum – Gróðurríkari byggð.
Hrund Ólöf Andradóttir, Prófessor í umhverfisverkfræði. Blágrænir innviðir og sjálfbærar borgir.
Pallborð:
Björn Hauksson, fulltrúi Náttúruvina Reykjavíkur, nýrra hagsmunasamtaka grænna svæða í Reykjavík
Marianne Jensdóttir Fjeld, verkefnastjóri vatnamála hjá Umhverfisstofnun
Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar
Katrín Oddsdóttir stýrir umræðum.
Málþingið er haldið í samstarfi við Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun við Háskóla Íslands og er hluti af viðburðaröðinni „Í liði með náttúrunni: Náttúrumiðaðar lausnir og áhrif þeirra í víðara samhengi.“ Í ár eru náttúrumiðaðar lausnir þema umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs og markmiðið með viðburðaröðinni er að varpa ljósi á náttúrumiðaðar lausnar og innleiðingu þeirra á Norðurlöndunum.
Nýlegar athugasemdir