Hvaðan kemur maturinn?

Skemmtileg vinnustofa fyrir forvitna krakka.

Börnum úr efstu deild Mánagarðs er boðið á vinnustofuna Hvaðan kemur maturinn? sem fram fer í gróðurhúsi Norræna hússins á Fundi fólksins þann 16. september. Í gegnum mismunandi aðferðir gefst börnum færi á að læra hvaðan ræktaði maturinn okkar kemur, en fá einnig að uppgötva með því að nota skilningarvit sín. Spurningum á borð við Hvernig líta fræ út? Hvernig eru þau viðkomu og hvernig er hægt að nota þau? verða varpað fram og fá börnin að lokum að sá eigin fræjum sem þau fá að taka með heim.

Vinnustofan er í boði NordGen- norrænu erfðaauðlindamiðstöðvarinnar. Markmið Nordgen er að varðveita og stuðla að sjálfbærri nýtingu erfðaauðlinda í plöntum, dýrum og skógum á Norðurlöndum.

filed under: