Hvernig er opið samfélagsrými?

Þarftu að komast út, nennir ekki að vera heima, í vinnunni eða skólanum? En hvert ferðu og hvar er opið? Á hvaða stöðum finnst okkur gaman að sýna okkur og sjá aðra, prófa okkur áfram með eitthvað nýtt eða sitja í ró?

Hlutverk Borgarbókasafnsins er að deila sögum, þekkingu og menningu, safnið er vettvangur til að skapa tengsl, samtal og upplifun meðal borgarbúa. Vissir þú að þú getur komist í allskonar forrit og tækni á safninu?

Borgarbókasafnið er á Fundi fólksins til að kynnast uppáhaldsstöðum notenda og hvernig bókasafnið gæti orðið einn af þeim. Hvar getum við hagað okkur eins og „heima hjá okkur? Við hlökkum til að kynnast því hvað ykkur langar að geta gert eða skapað á safninu?

filed under: