Biðlistar eða besta land í heimi – kjósum ADHD!

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir – einnig beint streymi á helstu miðlum Fundar fólksins og ADHD samtakanna.
Fyrir fólk með ADHD getur greining og meðferð breytt öllu – nám, vinna, félagsleg tengsl, vímuefnanotkun, sambönd, heimilislíf, geðheilsa, almennt heilbrigði… lífið sjálft ræðst af því hversu fljótt fólk með ADHD fær greiningu og í framhaldi, viðunandi meðferð.
Í dag þurfa fullorðnir einstaklingar með ADHD að bíða í uþb þrjú ár eftir þessari lífsnauðsynlegu þjónustu og börn í allt að tvö ár. Á meðan er lífið í biðstöðu eða sígur á ógæfuhliðina. Þetta ástand er óásættanlegt og því má auðveldlega breyta.
Á þessum opna fundi ADHD samtakanna gefst fulltrúum stjórnmálaflokkanna tækifæri til að kynna hvernig þau vilja koma til móts við þarfir þessara einstaklinga, nái þau kjöri í komandi kosningum.
Formaður ADHD samtakanna, Vilhjálmur Hjálmarsson og formaður Sálfræðingafélags Íslands, Tryggvi Guðjón Ingason flytja einnig stutt ávörp.
Fundinum er streymt á visir.is, ruv.is, mbl.is síðum ADHD samtakanna og Fundar fólksins – sjá nánar á heimasíðu Fundar fólksins: https://fundurfolksins.is/
filed under: